Stjórnendaþjálfun

Sjaldan eða aldrei hafa breytingar verið jafn miklar á störfum og vinnuumhverfi  og nú. Ábyrgð stjórnenda er mikil og miklar kröfur gerðar til frammistöðu stjórnenda, hvort sem um er að ræða forstjóra hjá stóru fyrirtæki eða stofnun eða hópstjóra í litlu teymi. 

Miklar áskoranir eru fólgnar í þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í vinnuumhverfinu og að hafa yfirsýn yfir verkefnin og frammistöðu teymisins.  Á sama tíma er mikilvægt að hugsa vel um jafnvægi vinnu og einkalífs og hugsa vel um heilsuna og passa upp á að streitan verði ekki of mikil.

Stjórnendaþjálfun er vettvangur fyrir stjórnendur til að vinna með hlutlausum aðila sem  hefur þann eina tilgang að styðja stjórnandann með aðferðum markþjálfunar og styðja hann í að finna bestu leiðina fyrir sig. Stjórnendaþjálfun miðast alltaf að þörfum hvers og eins því það er svo  mismunandi hvaða áskorunum hver og einn stendur frammi fyrir.

Hver og einn stýrir því hvað er mikilvægt að vinna með hverju sinni og þess vegna er tíminn vel nýttur.

Hér fyrir neðan er dæmi um útgangspunkta sem getur verið áhrifaríkt að vinna með:

·       Hverjar eru þínar helstu áskoranir ?

·       Hvað er mikilvægt fyrir þig að leggja áherslu á ?

·       Fyrir hvað vilt þú standa sem stjórnandi ?

·       Hvaða tækifæri sérðu til að þess að þú getir bætt þig sem stjórnanda ?