Inga vinnur með stjórnendum og sérfræðingum sem vilja bæta árangur sinn á sama tíma og gæta þarf að jafnvægi vinnu og einkalífs.

 

Inga Þórisdóttir starfar sem stjórnendaþjálfi og hefur hún yfir tuttugu ára reynslu af störfum innan fjármálageirans og víðtæka stjórnunarreynslu. Í störfum sínum sem stjórnandi hefur Inga lagt áherslu á góð samskipti á vinnustað og uppbyggingu sterkrar liðsheildar þar sem traust og menning stöðugra umbóta ríkir.

Inga leggur áherslu á mikilvægi þess að eiga góð samskipti,  veita heiðarlega endurgjöf og að nýta vel styrkleika sína. Hún veitir stjórnendum einnig stuðning og þjálfun varðandi áherslu á jafnvægi vinnu og einkalífs og að það sé útgangspunktur þess að ná megi varanlegum árangri.

Inga er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og alþjóðlega vottaður NLP Master Coach markþjálfi. Inga hefur einnig lokið diplómanámi í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ, auk þess sem hún hefur sótt fjölda námskeiða sem snúa að stjórnun og markþjálfun.

Inga hefur setið í stjórn Félags markþjálfa á Íslandi og verið í fagráði Stjórnvísi um markþjálfun.  Inga er meðlimur í ICF e.International Coach Federation,  sem eru stærstu alþjóðlegu fagsamtök markþjálfa og starfar Inga samkvæmt siðareglum ICF.

Inga hefur lokið 240 stunda námi sem markþjálfi, fyrst sem NLP practioner coach og svo framhaldsmenntun sem NLP Master Coach árið 2013. Námið var kennt í Bruen, og kennarinn var Hrefna Birgitta Bjarnadóttir sem margir þekkja en hún hélt námskeið árum saman bæði á Íslandi og í Noregi. Bruen er ekki starfandi lengur þar sem Hrefna Birgitta er hætt að vinna sökum aldurs.

Inga vinnur að vottun í samræmi við kröfur ICF og fer hún í framhaldsnám fyrir markþjálfa hjá Profectus og mun úskrifast í maí 2023.